Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 19:16 Stefán Vagn Stefánsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57
Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08
Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent