Enskt úrvalsdeildarfélag tók lán upp á 29 milljarða til að ná endum saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 23:00 Þetta hefur verið strembið tímabil hjá Tottenham, innan vallar sem utan. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30