Ruud Gullit var rekinn frá Chelsea fyrir 22 árum en er samt enn sár út í einn mann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 15:00 Ruud Gullit hitti blaðamenn eftir að hann var rekinn og sagðist vera í algjöru sjokki. Hann er búinn að jafna sig í dag en hefur þó enn ekki fyrirgefið einum manni fyrir þessa verstu lífsreynslu sína. EPA PHOTO/GERRY PENNY Hollendingurinn Ruud Gullit var risastjarna í fótboltaheiminum og hafði verið mjög sigursæll á Ítalíu þegar Glenn Hoddle fékk hann til að koma til Chelsea árið 1995. Gullit segist hafa elskað tímann hjá Chelsea en endirinn var bæði mjög óvæntur og ósanngjarn að hans mati. Ruud Gullit ræddi tíma sinn hjá Chelsea í viðtali við breska ríkisútvarpið þar sem hann meðal annars fór vel yfir það þegar hann var rekinn úr starfi þegar liðið sat í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í febrúarmánuði 1998. Ruud Gullit var fyrirliði Evrópumeistara Hollendinga frá 1988 og hafði unnið fjölda titla með AC Milan. Árið 1987 fékk hann Gullknött France Football, Ballon d'Or, sem besti leikmaður Evrópu og árið eftir varð hann í öðru sæti. "It was paradise for me.Ruud Gullit looks back to the summer of 1995 and his arrival at Chelsea, when he joined a very different Premier League scene.Read more: https://t.co/uPk2zegPSP pic.twitter.com/5OA36VgGyO— BBC Sport (@BBCSport) June 4, 2020 „Ég gerðist spilandi knattspyrnustjóri ári eftir að ég kom til félagsins eftir að Glenn Hoddle hætti og gerðist landsliðsþjálfari Englendinga,“ sagði Ruud Gullit en hafði áður spilað í tvö tímabil með Sampdoria eftir gullaldarárin sín hjá AC Milan. Ruud Gullit og eftirmaður hans Gianluca Vialli. Vialli tók við af Gullit þegar Hollendingurinn var rekinn.Getty/Alessandro Sabattini „Ég fékk til félagsins Gianfranco Zola, Gianluca Vialli, Roberto di Matteo og Frank Leboeuf. Við unnum enska bikarinn 1997 og vorum í öðru sæti í deildinni í febrúar 1998 auk þess að vera komnir í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa. Ég var líka í viðræðum um að fá þá Jaap Stam frá PSV Eindhoven og Brian Laudrup frá Rangers,“ sagði Ruud Gullit. Chelsea liðið hafði reyndar dottið niður í þriðja sætið eftir 2-0 tap á móti Arsenal í síðasta leiknum hans Gullit. Arsenal komst þá upp fyrir Chelsea og í annað sætið á eftir Manchester United. Arsenal varð síðan enskur meistari þetta vor en Chelsea endaði í fjórða sæti því Liverpool fór líka upp fyrir Lundúnaliðið á lokakaflanum. Daginn áður en hann var rekinn var Ruud Gullit að spila golf með einum þjálfaranum, Gwyn Williams, og tveimur leikmann liðsins, þeim Gianfranco Zola og Kevin Hitchcock. Former Chelsea boss Ruud Gullit names one person he will never forgive after sacking#CFChttps://t.co/vsn7RTRD9T pic.twitter.com/lFqltZrTEy— Express Sport (@DExpress_Sport) June 4, 2020 „Ég var að reyna að ná í Laudrup á meðan við vorum að spila en hann svaraði ekki sem var skrýtið,“ sagði Gullit. „Það kom síðan í ljós að Gwyn, sem var einn af mínum bestu vinum og hafði hjálpað mér mikið, vissi nákvæmlega hvað væri í gangi og að þeir ætluðu að reka mig. Hann var að spila með mér golf til að halda mér í burtu og passa upp á það að ég væri ekki á neinum stöðum þar sem Laudrup væri,“ sagði Gullit. „Það var skelfileg lífsreynsla að vera rekinn og það var engin ástæða til þess. Þeir létu sem svo að þetta væri út af samningamálum og launakröfum mínum en það var algjör bull því engar viðræður höfðu farið fram. Þeir ætluðu alltaf að reka mig,“ sagði Gullit. Ruud Gullit opens up on being betrayed by 'close friend' and coach Gwyn Williams before Chelsea sacking https://t.co/kRZ73tm4BX pic.twitter.com/SESUBR4XBK— MailOnline Sport (@MailSport) June 5, 2020 „Það versta er hvað Gwyn gerði. Ég skildi ekki hvernig hann gat gert þetta við mann sem hann eyddi öllum dögum með. Hann hefði ekki þurft annað en að segja mér að passa mig því eitthvað væri í gangi,“ sagði Ruud Gullit. „Þetta er það versta sem einhver hefur gert mér, bæði á ferlinum og í mínu lífi, Það voru mestu vonbrigðin að einhver gæti gert þetta við mig og ég get ekki fyrirgefið honum fyrir það,“ sagði Gullit. Gianluca Vialli tók við Chelsea liðinu af Ruud Gullit en hann var líka spilandi þjálfari hjá liðinu. Vialli var stjórinn næstu tvö tímabil en þurfti síðan að taka pokann sinn eftir aðeins fimm leiki á 2000-01 tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Hollendingurinn Ruud Gullit var risastjarna í fótboltaheiminum og hafði verið mjög sigursæll á Ítalíu þegar Glenn Hoddle fékk hann til að koma til Chelsea árið 1995. Gullit segist hafa elskað tímann hjá Chelsea en endirinn var bæði mjög óvæntur og ósanngjarn að hans mati. Ruud Gullit ræddi tíma sinn hjá Chelsea í viðtali við breska ríkisútvarpið þar sem hann meðal annars fór vel yfir það þegar hann var rekinn úr starfi þegar liðið sat í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í febrúarmánuði 1998. Ruud Gullit var fyrirliði Evrópumeistara Hollendinga frá 1988 og hafði unnið fjölda titla með AC Milan. Árið 1987 fékk hann Gullknött France Football, Ballon d'Or, sem besti leikmaður Evrópu og árið eftir varð hann í öðru sæti. "It was paradise for me.Ruud Gullit looks back to the summer of 1995 and his arrival at Chelsea, when he joined a very different Premier League scene.Read more: https://t.co/uPk2zegPSP pic.twitter.com/5OA36VgGyO— BBC Sport (@BBCSport) June 4, 2020 „Ég gerðist spilandi knattspyrnustjóri ári eftir að ég kom til félagsins eftir að Glenn Hoddle hætti og gerðist landsliðsþjálfari Englendinga,“ sagði Ruud Gullit en hafði áður spilað í tvö tímabil með Sampdoria eftir gullaldarárin sín hjá AC Milan. Ruud Gullit og eftirmaður hans Gianluca Vialli. Vialli tók við af Gullit þegar Hollendingurinn var rekinn.Getty/Alessandro Sabattini „Ég fékk til félagsins Gianfranco Zola, Gianluca Vialli, Roberto di Matteo og Frank Leboeuf. Við unnum enska bikarinn 1997 og vorum í öðru sæti í deildinni í febrúar 1998 auk þess að vera komnir í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa. Ég var líka í viðræðum um að fá þá Jaap Stam frá PSV Eindhoven og Brian Laudrup frá Rangers,“ sagði Ruud Gullit. Chelsea liðið hafði reyndar dottið niður í þriðja sætið eftir 2-0 tap á móti Arsenal í síðasta leiknum hans Gullit. Arsenal komst þá upp fyrir Chelsea og í annað sætið á eftir Manchester United. Arsenal varð síðan enskur meistari þetta vor en Chelsea endaði í fjórða sæti því Liverpool fór líka upp fyrir Lundúnaliðið á lokakaflanum. Daginn áður en hann var rekinn var Ruud Gullit að spila golf með einum þjálfaranum, Gwyn Williams, og tveimur leikmann liðsins, þeim Gianfranco Zola og Kevin Hitchcock. Former Chelsea boss Ruud Gullit names one person he will never forgive after sacking#CFChttps://t.co/vsn7RTRD9T pic.twitter.com/lFqltZrTEy— Express Sport (@DExpress_Sport) June 4, 2020 „Ég var að reyna að ná í Laudrup á meðan við vorum að spila en hann svaraði ekki sem var skrýtið,“ sagði Gullit. „Það kom síðan í ljós að Gwyn, sem var einn af mínum bestu vinum og hafði hjálpað mér mikið, vissi nákvæmlega hvað væri í gangi og að þeir ætluðu að reka mig. Hann var að spila með mér golf til að halda mér í burtu og passa upp á það að ég væri ekki á neinum stöðum þar sem Laudrup væri,“ sagði Gullit. „Það var skelfileg lífsreynsla að vera rekinn og það var engin ástæða til þess. Þeir létu sem svo að þetta væri út af samningamálum og launakröfum mínum en það var algjör bull því engar viðræður höfðu farið fram. Þeir ætluðu alltaf að reka mig,“ sagði Gullit. Ruud Gullit opens up on being betrayed by 'close friend' and coach Gwyn Williams before Chelsea sacking https://t.co/kRZ73tm4BX pic.twitter.com/SESUBR4XBK— MailOnline Sport (@MailSport) June 5, 2020 „Það versta er hvað Gwyn gerði. Ég skildi ekki hvernig hann gat gert þetta við mann sem hann eyddi öllum dögum með. Hann hefði ekki þurft annað en að segja mér að passa mig því eitthvað væri í gangi,“ sagði Ruud Gullit. „Þetta er það versta sem einhver hefur gert mér, bæði á ferlinum og í mínu lífi, Það voru mestu vonbrigðin að einhver gæti gert þetta við mig og ég get ekki fyrirgefið honum fyrir það,“ sagði Gullit. Gianluca Vialli tók við Chelsea liðinu af Ruud Gullit en hann var líka spilandi þjálfari hjá liðinu. Vialli var stjórinn næstu tvö tímabil en þurfti síðan að taka pokann sinn eftir aðeins fimm leiki á 2000-01 tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira