Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 07:30 Þessar fjórar ofurstjörnur NBA-deildarinnar (Paul George, Anthony Davis, Kawhi Leonard og LeBron James) eru allar á leiðinni í Disney World saman. Brian Rothmuller/Getty Images Í gærkvöld samþykktu forráðamenn allra liða í NBA-deildinni í körfubolta, nema eitt, breytt fyrirkomulag deildarinnar. Munu 22 lið mæta til leiks í Disney World í Orlando til að skera úr um hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Af þeim 30 liðum sem kusu þá voru það aðeins Portland Trail Blazers á móti tillögunni. Adrian Wojnarowski, líklega best tengdi blaðamaður heims þegar kemur að NBA deildinni, greindi frá. Sources -- NBA approves 22-team format to finish season by 29-1 vote https://t.co/Byzc8bRNMI— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 4, 2020 „Samþykki stjórnarinnar er mikilvægt skref í átt þess að geta haldið áfram með tímabilið. Þó miklar hindranir séu til staðar vegna COVID-19 þá erum við bjartsýn á að klára tímabilið á öruggan og ábyrgan hátt í samráði við heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar eftir að ljóst var að forráðamenn liðanna höfðu samþykkt tillöguna. Verða liðin skimuð daglega fyrir kórónuveirunni og þó svo að liðin fái að fara í golf eða út að borða munu þau þurfa að virða fjöldatakmarkanir og virða tveggja metra regluna frægu. Ef leikmaður greinist með veiruna mun hann fara í sóttkví og svo lengi sem enginn annar í liðinu sé smitaður mun liðið halda áfram að spila samkvæmt áætlun. Samkvæmt nýju áætlun deildarinnar munu þrettán lið úr Vesturdeildinni og níu úr Austurdeildinni leika átta leiki hvert til að ákvarða hvar liðin enda í hvorri deild fyrir sig. Öll sextán liðin sem eru nú þegar í sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni – átta í hvorri deild – mæta til leiks í Disney World ásamt þeim sex liðum sem eru innan við sex sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Það eru New Orleans Pelicans, Portland Trail Blazers, San Antonio Spurs, Sacramento Kings, Phoenix Suns og Washington Wizards. Fari það svo að liðið sem endar í 9. sæti í sinni deild sé aðeins fjórum sigurleikjum frá 8. sætinu og þar með sæti í úrslitakeppni þá mætast þau innbyrðis til að skera úr um hvort fer í úrslitakeppnina. Liðið í 9. sæti þyrfti að vinna tvo leiki af tveimur á meðan liðinu í 8. sæti dugir einn sigur. What the NBA will look like when it resumes on July 31 pic.twitter.com/wmBltZulMB— Bleacher Report (@BleacherReport) June 4, 2020 Samkvæmt heimildum ESPN munu liðini byrja að æfa í Orlando þann 9. júlí næstkomandi. Þá munu allir leikir sem og æfingar fara fram í Disney World. Þann 12. október er svo áætlað að deildinni verði lokið. Alls verður spilað á þremur völlum en fjórir klukkutímar verða á milli leikja. Reiknað með því að hvert lið þurfi að spila allavega einu sinni bak í bak, það er tvo leiki á tveimur dögum, á meðan deildarkeppnin er kláruð. Þá verður úrslitaviðureign deildarinnar leikin annan hvern dag en lið þurfa enn að vinna fjóra leiki til að tryggja sér sigur. Einnig eru komnar dagsetningar á þá ýmsu viðburði sem fylgja NBA ár hvert. Nýliðalottó deildarinnar fer fram 25. ágúst og nýliðavalið sjálft þann 15. október. Samningslausir leikmenn mega semja við ný lið 18. október og að lokum er stefnt að því að hefja næsta tímabil þann 1. desember. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30 Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Í gærkvöld samþykktu forráðamenn allra liða í NBA-deildinni í körfubolta, nema eitt, breytt fyrirkomulag deildarinnar. Munu 22 lið mæta til leiks í Disney World í Orlando til að skera úr um hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Af þeim 30 liðum sem kusu þá voru það aðeins Portland Trail Blazers á móti tillögunni. Adrian Wojnarowski, líklega best tengdi blaðamaður heims þegar kemur að NBA deildinni, greindi frá. Sources -- NBA approves 22-team format to finish season by 29-1 vote https://t.co/Byzc8bRNMI— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 4, 2020 „Samþykki stjórnarinnar er mikilvægt skref í átt þess að geta haldið áfram með tímabilið. Þó miklar hindranir séu til staðar vegna COVID-19 þá erum við bjartsýn á að klára tímabilið á öruggan og ábyrgan hátt í samráði við heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar eftir að ljóst var að forráðamenn liðanna höfðu samþykkt tillöguna. Verða liðin skimuð daglega fyrir kórónuveirunni og þó svo að liðin fái að fara í golf eða út að borða munu þau þurfa að virða fjöldatakmarkanir og virða tveggja metra regluna frægu. Ef leikmaður greinist með veiruna mun hann fara í sóttkví og svo lengi sem enginn annar í liðinu sé smitaður mun liðið halda áfram að spila samkvæmt áætlun. Samkvæmt nýju áætlun deildarinnar munu þrettán lið úr Vesturdeildinni og níu úr Austurdeildinni leika átta leiki hvert til að ákvarða hvar liðin enda í hvorri deild fyrir sig. Öll sextán liðin sem eru nú þegar í sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni – átta í hvorri deild – mæta til leiks í Disney World ásamt þeim sex liðum sem eru innan við sex sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Það eru New Orleans Pelicans, Portland Trail Blazers, San Antonio Spurs, Sacramento Kings, Phoenix Suns og Washington Wizards. Fari það svo að liðið sem endar í 9. sæti í sinni deild sé aðeins fjórum sigurleikjum frá 8. sætinu og þar með sæti í úrslitakeppni þá mætast þau innbyrðis til að skera úr um hvort fer í úrslitakeppnina. Liðið í 9. sæti þyrfti að vinna tvo leiki af tveimur á meðan liðinu í 8. sæti dugir einn sigur. What the NBA will look like when it resumes on July 31 pic.twitter.com/wmBltZulMB— Bleacher Report (@BleacherReport) June 4, 2020 Samkvæmt heimildum ESPN munu liðini byrja að æfa í Orlando þann 9. júlí næstkomandi. Þá munu allir leikir sem og æfingar fara fram í Disney World. Þann 12. október er svo áætlað að deildinni verði lokið. Alls verður spilað á þremur völlum en fjórir klukkutímar verða á milli leikja. Reiknað með því að hvert lið þurfi að spila allavega einu sinni bak í bak, það er tvo leiki á tveimur dögum, á meðan deildarkeppnin er kláruð. Þá verður úrslitaviðureign deildarinnar leikin annan hvern dag en lið þurfa enn að vinna fjóra leiki til að tryggja sér sigur. Einnig eru komnar dagsetningar á þá ýmsu viðburði sem fylgja NBA ár hvert. Nýliðalottó deildarinnar fer fram 25. ágúst og nýliðavalið sjálft þann 15. október. Samningslausir leikmenn mega semja við ný lið 18. október og að lokum er stefnt að því að hefja næsta tímabil þann 1. desember.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30 Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30
Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30