Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt Ellen Calmon skrifar 4. júní 2020 13:01 Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar