Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt Ellen Calmon skrifar 4. júní 2020 13:01 Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun