Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 16:39 Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. AP/Matt Rourke Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump. Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump.
Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55