Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum.
Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga.

Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd.
Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar.
Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu.
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu.
Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi.
„Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum.
"Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS
— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020
Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5
— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020
US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt
— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020
President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY
— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020
Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN
— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020