Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Sylvía Hall og Samúel Karl Ólason skrifa 2. júní 2020 00:00 Forsetinn fór í myndatöku fyrir utan kirkjuna eftir ávarp sitt í kvöld. Vísir/AP Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Forsetinn á leið úr Hvíta húsinu yfir að St. John's kirkjunni.Vísir/AP Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu. Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi. „Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020 Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020 US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020 President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020 Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020 Donald Trump Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Forsetinn á leið úr Hvíta húsinu yfir að St. John's kirkjunni.Vísir/AP Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu. Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi. „Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020 Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020 US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020 President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020 Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020
Donald Trump Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18
Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent