Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Sylvía Hall og Samúel Karl Ólason skrifa 2. júní 2020 00:00 Forsetinn fór í myndatöku fyrir utan kirkjuna eftir ávarp sitt í kvöld. Vísir/AP Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Forsetinn á leið úr Hvíta húsinu yfir að St. John's kirkjunni.Vísir/AP Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu. Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi. „Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020 Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020 US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020 President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020 Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020 Donald Trump Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Forsetinn á leið úr Hvíta húsinu yfir að St. John's kirkjunni.Vísir/AP Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu. Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi. „Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020 Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020 US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020 President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020 Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020
Donald Trump Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18
Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12