Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 31. maí 2020 19:49 Lundúnarbúar flykktust á Trafalgartorg og sýndu samstöðu með mótmælendum í Bandaríkjunum. Getty/Hollie Adams Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum. Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum.
Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira