Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 31. maí 2020 19:49 Lundúnarbúar flykktust á Trafalgartorg og sýndu samstöðu með mótmælendum í Bandaríkjunum. Getty/Hollie Adams Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum. Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum.
Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira