Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 20:12 Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út víða í landinu, þar á meðal í Los Angeles þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mario Tama Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020 Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020
Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58