Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2020 18:55 Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur áhyggjur af ofbeldi í garð lögreglumanna. Vísir/Egill Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“ Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira