Á leið til geimstöðvarinnar eftir fullkomið geimskot Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 10:35 Frá geimskotinu í gær. AP/John Raoux Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug og allra fyrsta mannaða geimskot einkafyrirtækis, heppnaðist fullkomlega í gærkvöldi. Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru nú á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þangað eiga þeir að mæta um klukkan hálf þrjú í dag. Hægt verður að fylgjast með því hér að neðan en eftir að þeir tengjast gemistöðinni munu rúmir tveir tímar líða þar til geimfarið verður opnað. Eftir að geimförunum var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sneri eldflaugin við og lenti á drónaskipi fyrirtækisins sem heitir Of Course I Still Love You, eða „Auðvitað elska ég þig enn“. Crew Dragon geimfar SpaceX hélt svo áfram á braut um jörðu og geimfararnir gáfu juku hraðann jafnt og þétt til að ná til geimstöðvarinnar. SpaceX confirms the fifth and final major rendezvous burn using the Crew Dragon’s Draco thrusters has been completed.A camera outside the International Space Station has spotted Dragon. Docking is set for 10:33am EDT (1433 GMT). https://t.co/1DF5tRjUzj pic.twitter.com/Qep736Cnpo— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) May 31, 2020 Eftir að geimfarið var komið á braut um jörðu gátu þeir Hurley og Behnken farið úr geimbúningum sínum og sendu þeir átta mínútna skilaboð til jarðarinnar þar sem þeir opinberuðu meðal annars að það tiltekna geimfar sem þeir notuðu kallaðist Endeavour. Þeir sýndu einnig leikföng sem synir þeirra létu þá taka með sér út í geim og ýmislegt annað. Welcome aboard the @SpaceX Crew Dragon spacecraft! In this video from space, @AstroBehnken and @Astro_Doug reveal the name of their capsule: Endeavour. Take a look inside as the crew continues their journey to the @Space_Station: https://t.co/K9S5mejONx pic.twitter.com/mvH8UhE5FW— NASA (@NASA) May 31, 2020 Útlit var fyrir að ekkert yrði af geimskotinu í gær, vegna veðurs, en því hafði áður verið frestað á miðvikudaginn. Það rofaði þó til skömmu fyrir geimskot. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Hurley og Behnken eiga að vera um borð í geimstöðinni í allt að fjóra mánuði en það fer eftir því hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Geimskotið í gær var er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. 30. maí 2020 19:35 Gera aftur tilraun til að koma geimförum í geimstöðina Geimferðafyrirtækið SpaceX hyggst nú gera aðra tilraun til að koma þeim Doug Hurley og Bob Behnken út í geim og um borð í alþjóðlegu geimstöðina (ISS). 29. maí 2020 22:43 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 „Veðrið lék okkur grátt“ Yfirmaður NASA er borubrattur fyrir laugardaginn þegar ný tilraun verður gerð til að skjóta tveimur geimförum út í geim. 28. maí 2020 11:10 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug og allra fyrsta mannaða geimskot einkafyrirtækis, heppnaðist fullkomlega í gærkvöldi. Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru nú á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þangað eiga þeir að mæta um klukkan hálf þrjú í dag. Hægt verður að fylgjast með því hér að neðan en eftir að þeir tengjast gemistöðinni munu rúmir tveir tímar líða þar til geimfarið verður opnað. Eftir að geimförunum var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sneri eldflaugin við og lenti á drónaskipi fyrirtækisins sem heitir Of Course I Still Love You, eða „Auðvitað elska ég þig enn“. Crew Dragon geimfar SpaceX hélt svo áfram á braut um jörðu og geimfararnir gáfu juku hraðann jafnt og þétt til að ná til geimstöðvarinnar. SpaceX confirms the fifth and final major rendezvous burn using the Crew Dragon’s Draco thrusters has been completed.A camera outside the International Space Station has spotted Dragon. Docking is set for 10:33am EDT (1433 GMT). https://t.co/1DF5tRjUzj pic.twitter.com/Qep736Cnpo— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) May 31, 2020 Eftir að geimfarið var komið á braut um jörðu gátu þeir Hurley og Behnken farið úr geimbúningum sínum og sendu þeir átta mínútna skilaboð til jarðarinnar þar sem þeir opinberuðu meðal annars að það tiltekna geimfar sem þeir notuðu kallaðist Endeavour. Þeir sýndu einnig leikföng sem synir þeirra létu þá taka með sér út í geim og ýmislegt annað. Welcome aboard the @SpaceX Crew Dragon spacecraft! In this video from space, @AstroBehnken and @Astro_Doug reveal the name of their capsule: Endeavour. Take a look inside as the crew continues their journey to the @Space_Station: https://t.co/K9S5mejONx pic.twitter.com/mvH8UhE5FW— NASA (@NASA) May 31, 2020 Útlit var fyrir að ekkert yrði af geimskotinu í gær, vegna veðurs, en því hafði áður verið frestað á miðvikudaginn. Það rofaði þó til skömmu fyrir geimskot. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Hurley og Behnken eiga að vera um borð í geimstöðinni í allt að fjóra mánuði en það fer eftir því hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Geimskotið í gær var er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. 30. maí 2020 19:35 Gera aftur tilraun til að koma geimförum í geimstöðina Geimferðafyrirtækið SpaceX hyggst nú gera aðra tilraun til að koma þeim Doug Hurley og Bob Behnken út í geim og um borð í alþjóðlegu geimstöðina (ISS). 29. maí 2020 22:43 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 „Veðrið lék okkur grátt“ Yfirmaður NASA er borubrattur fyrir laugardaginn þegar ný tilraun verður gerð til að skjóta tveimur geimförum út í geim. 28. maí 2020 11:10 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. 30. maí 2020 19:35
Gera aftur tilraun til að koma geimförum í geimstöðina Geimferðafyrirtækið SpaceX hyggst nú gera aðra tilraun til að koma þeim Doug Hurley og Bob Behnken út í geim og um borð í alþjóðlegu geimstöðina (ISS). 29. maí 2020 22:43
Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08
„Veðrið lék okkur grátt“ Yfirmaður NASA er borubrattur fyrir laugardaginn þegar ný tilraun verður gerð til að skjóta tveimur geimförum út í geim. 28. maí 2020 11:10
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00