Enn mikill erill hjá lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 07:18 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, eins og daginn áður. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Flest öll málin virðast hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla við bar. Sá var vistaður í fangageymslu en sá sem hann mun hafa ráðist á hlaut minni háttar áverka. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um rán þar sem tveir menn réðust á einn og rændu af honum tösku og heyrnartólum. Sjá einnig: Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni Lögreglan handtók konu í Laugardalnum sem grunuð er um vörslu og framleiðslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að brjótast inn í bíla. Annar var handtekinn á athafnasvæði Eimskipa í gærkvöldi og er hann grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um slys í gær. Um klukkan sex meiddist kona á höfði í rennibraut í sundlaug. Sú var flutt til aðhlynningar. Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um slys á Hlíðarenda. Þar hafði maður dottið á andlitið niður steyptar tröppur. Hann rotaðist og hlaut mikla áverka og var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Þá datt kona í stiga á veitingahúsi í miðbænum skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Hún er talin hafa misst meðvitund og var illa áttuð. Því var hún einnig flutt á Bráðadeild til aðhlynningar. Um tvö leytið í nótt barst tilkynning um mann sem ók rafskútu á bifreið og braut hann mögulega tönn. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði bíl á 105 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi en þar er 80 km hámarkshraði. Þar að auki er ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig númeralausan og ótryggðan bíl í nótt. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað án réttinda. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, eins og daginn áður. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Flest öll málin virðast hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla við bar. Sá var vistaður í fangageymslu en sá sem hann mun hafa ráðist á hlaut minni háttar áverka. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um rán þar sem tveir menn réðust á einn og rændu af honum tösku og heyrnartólum. Sjá einnig: Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni Lögreglan handtók konu í Laugardalnum sem grunuð er um vörslu og framleiðslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að brjótast inn í bíla. Annar var handtekinn á athafnasvæði Eimskipa í gærkvöldi og er hann grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um slys í gær. Um klukkan sex meiddist kona á höfði í rennibraut í sundlaug. Sú var flutt til aðhlynningar. Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um slys á Hlíðarenda. Þar hafði maður dottið á andlitið niður steyptar tröppur. Hann rotaðist og hlaut mikla áverka og var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Þá datt kona í stiga á veitingahúsi í miðbænum skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Hún er talin hafa misst meðvitund og var illa áttuð. Því var hún einnig flutt á Bráðadeild til aðhlynningar. Um tvö leytið í nótt barst tilkynning um mann sem ók rafskútu á bifreið og braut hann mögulega tönn. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði bíl á 105 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi en þar er 80 km hámarkshraði. Þar að auki er ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig númeralausan og ótryggðan bíl í nótt. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað án réttinda.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira