Bandaríkin hætta að styðja WHO Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2020 21:05 Trump hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta kom fram í máli forsetans í Rósagarði Hvíta hússins en þar sagði forsetinn að þeir fjármunir sem hefðu farið til WHO verði nýttir til stuðnings annara heilbrigðisstofnanna. Sky greinir frá. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess sem að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Forsetinn sagði á fundinum að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldum sínum til stofnunarinnar og hafi beitt þrýstingi gegn stofnuninni til þess að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100.000 dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heiminn. Trump gagnrýndi þó ekki eingöngu Kínverja vegna veirunnar sem hann kallar enn Wuhan-veiruna heldur fjallaði hann einnig um nýja öryggislöggjöf Kínverja vegna Hong Kong sem hefur valdið miklum usla í borgríkinu undanfarið. Forsetinn sagði Hong Kong ekki teljast sjálfstjórnarríki lengur og sagði Bandaríkin ekki munu sinna borginni sérstaklega vegna þessa. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Talið var líklegt að forsetinn myndi svara spurningum um andlát Minneapolis-búans George Floyd eftir erindi sitt á fundinum en forseti leyfði engar spurningar eftir að hafa lokið máli sínu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta kom fram í máli forsetans í Rósagarði Hvíta hússins en þar sagði forsetinn að þeir fjármunir sem hefðu farið til WHO verði nýttir til stuðnings annara heilbrigðisstofnanna. Sky greinir frá. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess sem að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Forsetinn sagði á fundinum að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldum sínum til stofnunarinnar og hafi beitt þrýstingi gegn stofnuninni til þess að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100.000 dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heiminn. Trump gagnrýndi þó ekki eingöngu Kínverja vegna veirunnar sem hann kallar enn Wuhan-veiruna heldur fjallaði hann einnig um nýja öryggislöggjöf Kínverja vegna Hong Kong sem hefur valdið miklum usla í borgríkinu undanfarið. Forsetinn sagði Hong Kong ekki teljast sjálfstjórnarríki lengur og sagði Bandaríkin ekki munu sinna borginni sérstaklega vegna þessa. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Talið var líklegt að forsetinn myndi svara spurningum um andlát Minneapolis-búans George Floyd eftir erindi sitt á fundinum en forseti leyfði engar spurningar eftir að hafa lokið máli sínu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira