LASK missti toppsætið af því að leikmenn brutu reglur á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 14:00 Christian Ramsebner reynir að stöðva Manchester United leikmanninn Fred í fyrri leik LASK Linz á móti United í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA LASK Linz var á toppnum í austurrísku deildinni þegar kórónuveiran stoppaði allt. Enginn leikur hefur enn farið fram en LASK Linz er samt ekki lengur á toppnum. LASK Linz hefur átt mjög tímabil en liðið mætti Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United vann fyrri leikinn 5-0 í Austurríki en sá síðari hefur ekki enn farið fram vegna COVID-19 ástandsins í heiminum. Austurríska knattspyrnusambandið ákvað í gær að draga sex stig af LASK Linz liðinu fyrir brot á reglum um uppsetningu æfinga á tímum kórónuveirunnar. Austrian league leaders LASK Linz have had six points deducted for breaking #coronavirus rules regarding training sessions. https://t.co/NWUISQSnxv— Express Sports (@IExpressSports) May 29, 2020 Þessi ákvörðun gæti haft mikil áhrif á titilbaráttunni en eftir þennan frádrátt frá stigum LASK Linz þá er Red Bull Salzburg komið upp í toppsætið. Það eru tíu umferðir eftir en deildin á að hefjast 2. júní næstkomandi. LASK Linz fékk líka sekt en félagið þarf að greiða 75 þúsund evrur fyrir brotið eða ellefu milljónir íslenskra króna. Austurríkismenn eru í dag búnir að létta á reglunum varðandi smitvarnir en í upphafi mánaðarins var staðan allt önnur í landinu sem og annars staðar í Evrópu. Það er þó sem brotin áttu sér stað. LASK Linz braut reglurnar þannig að liðið lét alla leikmenn æfa saman þegar þeir máttu bara æfa saman í litlum hópum. Austrian leaders LASK Linz lose six points for violating pandemic restrictions, putting Jesse Marsch's Salzburg back on top https://t.co/5SCRe996o1— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) May 28, 2020 Málið gegn LASK Linz hófst 14. maí þegar myndbönd sýndu að leikmenn væru að æfa allir saman. Félagið viðurkenndi síðan að hafa verið með fjórar slíkar æfingar. Bæði þjálfari liðsins, Valérien Ismaël, og varaforsetinn Jürgen Werner, báðust afsökunar á þessu á blaðamannafundi en það dugði ekki til að sleppa við þessa þungu refsingu. LASK Linz er samt ekki búið að gefast upp og mun líklega áfrýja dómnum. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sjá meira
LASK Linz var á toppnum í austurrísku deildinni þegar kórónuveiran stoppaði allt. Enginn leikur hefur enn farið fram en LASK Linz er samt ekki lengur á toppnum. LASK Linz hefur átt mjög tímabil en liðið mætti Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United vann fyrri leikinn 5-0 í Austurríki en sá síðari hefur ekki enn farið fram vegna COVID-19 ástandsins í heiminum. Austurríska knattspyrnusambandið ákvað í gær að draga sex stig af LASK Linz liðinu fyrir brot á reglum um uppsetningu æfinga á tímum kórónuveirunnar. Austrian league leaders LASK Linz have had six points deducted for breaking #coronavirus rules regarding training sessions. https://t.co/NWUISQSnxv— Express Sports (@IExpressSports) May 29, 2020 Þessi ákvörðun gæti haft mikil áhrif á titilbaráttunni en eftir þennan frádrátt frá stigum LASK Linz þá er Red Bull Salzburg komið upp í toppsætið. Það eru tíu umferðir eftir en deildin á að hefjast 2. júní næstkomandi. LASK Linz fékk líka sekt en félagið þarf að greiða 75 þúsund evrur fyrir brotið eða ellefu milljónir íslenskra króna. Austurríkismenn eru í dag búnir að létta á reglunum varðandi smitvarnir en í upphafi mánaðarins var staðan allt önnur í landinu sem og annars staðar í Evrópu. Það er þó sem brotin áttu sér stað. LASK Linz braut reglurnar þannig að liðið lét alla leikmenn æfa saman þegar þeir máttu bara æfa saman í litlum hópum. Austrian leaders LASK Linz lose six points for violating pandemic restrictions, putting Jesse Marsch's Salzburg back on top https://t.co/5SCRe996o1— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) May 28, 2020 Málið gegn LASK Linz hófst 14. maí þegar myndbönd sýndu að leikmenn væru að æfa allir saman. Félagið viðurkenndi síðan að hafa verið með fjórar slíkar æfingar. Bæði þjálfari liðsins, Valérien Ismaël, og varaforsetinn Jürgen Werner, báðust afsökunar á þessu á blaðamannafundi en það dugði ekki til að sleppa við þessa þungu refsingu. LASK Linz er samt ekki búið að gefast upp og mun líklega áfrýja dómnum.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sjá meira