LASK missti toppsætið af því að leikmenn brutu reglur á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 14:00 Christian Ramsebner reynir að stöðva Manchester United leikmanninn Fred í fyrri leik LASK Linz á móti United í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA LASK Linz var á toppnum í austurrísku deildinni þegar kórónuveiran stoppaði allt. Enginn leikur hefur enn farið fram en LASK Linz er samt ekki lengur á toppnum. LASK Linz hefur átt mjög tímabil en liðið mætti Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United vann fyrri leikinn 5-0 í Austurríki en sá síðari hefur ekki enn farið fram vegna COVID-19 ástandsins í heiminum. Austurríska knattspyrnusambandið ákvað í gær að draga sex stig af LASK Linz liðinu fyrir brot á reglum um uppsetningu æfinga á tímum kórónuveirunnar. Austrian league leaders LASK Linz have had six points deducted for breaking #coronavirus rules regarding training sessions. https://t.co/NWUISQSnxv— Express Sports (@IExpressSports) May 29, 2020 Þessi ákvörðun gæti haft mikil áhrif á titilbaráttunni en eftir þennan frádrátt frá stigum LASK Linz þá er Red Bull Salzburg komið upp í toppsætið. Það eru tíu umferðir eftir en deildin á að hefjast 2. júní næstkomandi. LASK Linz fékk líka sekt en félagið þarf að greiða 75 þúsund evrur fyrir brotið eða ellefu milljónir íslenskra króna. Austurríkismenn eru í dag búnir að létta á reglunum varðandi smitvarnir en í upphafi mánaðarins var staðan allt önnur í landinu sem og annars staðar í Evrópu. Það er þó sem brotin áttu sér stað. LASK Linz braut reglurnar þannig að liðið lét alla leikmenn æfa saman þegar þeir máttu bara æfa saman í litlum hópum. Austrian leaders LASK Linz lose six points for violating pandemic restrictions, putting Jesse Marsch's Salzburg back on top https://t.co/5SCRe996o1— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) May 28, 2020 Málið gegn LASK Linz hófst 14. maí þegar myndbönd sýndu að leikmenn væru að æfa allir saman. Félagið viðurkenndi síðan að hafa verið með fjórar slíkar æfingar. Bæði þjálfari liðsins, Valérien Ismaël, og varaforsetinn Jürgen Werner, báðust afsökunar á þessu á blaðamannafundi en það dugði ekki til að sleppa við þessa þungu refsingu. LASK Linz er samt ekki búið að gefast upp og mun líklega áfrýja dómnum. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
LASK Linz var á toppnum í austurrísku deildinni þegar kórónuveiran stoppaði allt. Enginn leikur hefur enn farið fram en LASK Linz er samt ekki lengur á toppnum. LASK Linz hefur átt mjög tímabil en liðið mætti Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United vann fyrri leikinn 5-0 í Austurríki en sá síðari hefur ekki enn farið fram vegna COVID-19 ástandsins í heiminum. Austurríska knattspyrnusambandið ákvað í gær að draga sex stig af LASK Linz liðinu fyrir brot á reglum um uppsetningu æfinga á tímum kórónuveirunnar. Austrian league leaders LASK Linz have had six points deducted for breaking #coronavirus rules regarding training sessions. https://t.co/NWUISQSnxv— Express Sports (@IExpressSports) May 29, 2020 Þessi ákvörðun gæti haft mikil áhrif á titilbaráttunni en eftir þennan frádrátt frá stigum LASK Linz þá er Red Bull Salzburg komið upp í toppsætið. Það eru tíu umferðir eftir en deildin á að hefjast 2. júní næstkomandi. LASK Linz fékk líka sekt en félagið þarf að greiða 75 þúsund evrur fyrir brotið eða ellefu milljónir íslenskra króna. Austurríkismenn eru í dag búnir að létta á reglunum varðandi smitvarnir en í upphafi mánaðarins var staðan allt önnur í landinu sem og annars staðar í Evrópu. Það er þó sem brotin áttu sér stað. LASK Linz braut reglurnar þannig að liðið lét alla leikmenn æfa saman þegar þeir máttu bara æfa saman í litlum hópum. Austrian leaders LASK Linz lose six points for violating pandemic restrictions, putting Jesse Marsch's Salzburg back on top https://t.co/5SCRe996o1— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) May 28, 2020 Málið gegn LASK Linz hófst 14. maí þegar myndbönd sýndu að leikmenn væru að æfa allir saman. Félagið viðurkenndi síðan að hafa verið með fjórar slíkar æfingar. Bæði þjálfari liðsins, Valérien Ismaël, og varaforsetinn Jürgen Werner, báðust afsökunar á þessu á blaðamannafundi en það dugði ekki til að sleppa við þessa þungu refsingu. LASK Linz er samt ekki búið að gefast upp og mun líklega áfrýja dómnum.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira