Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 12:08 Allt útlit er fyrir að Tom Cruise geti farið til geimstöðvarinnar, vilji hann það. AP/Mark Schiefelbein Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan. Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira