Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2020 11:08 Brynjar telur uppnámið sem risið hefur vegna Samherjamálsins og svo seinna þess gjörnings þegar afkomendur Samherjamanna fengu fyrirtækið í fangið ekki til fagnaðar. visir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00