Innlent

Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var glatt á hjalla á Akureyri í dag.
Það var glatt á hjalla á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi

Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, afhentu Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri, og fulltrúum úr ungmennaráði bæjarins viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í dag.

Í tilkynningu á vef bæjarins segir að í viðurkenningunni felist þakkir til sveitarfélagsins fyrir að hafa unnið markvisst að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu og starfsemi bæjarins, með hagsmuni allra barna og ungmenna sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Börnin hlýddu á barnamálaráðherra.Vísir/Tryggvi

Akureyrarbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið til að hljóta viðurkenninguna sem felst í því að Barnasáttmálinn er lagður til grundvallar öllu starfi bæjarins. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.

Á vef bæjarins eru tekin dæmi um þau skref sem tekin hafa verið í átt að því að fá viðurkenninguna, svo sem að bærinn hafi staðið fyrir árlegum stórþingum til að efla gagnvirkt samtal við börn og ungmenni, auk þess sem að njómokstur og strætósamgöngur bæjarins hafi verið endurskoðaðar í samráði við börn og ungmenni.

Nánar má lesa um verkefnið á vef bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×