Fannst í felum í runna við Ölfusá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2020 12:07 Leitaraðgerðir í Ölfusá í nótt. Vísir/JóhannK Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs. Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs.
Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26