Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 11:15 Rússar hafa flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. Rússneskir málaliðar hafa um mánaða skeið stutt sókn Haftar gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Myndir af þotunum hafa verið í dreifingu um nokkurra daga skeið en hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja ekkert annað koma til greina en að þoturnar séu á vegum rússneskra yfirvalda. Einhverjum þeirra, af minnst fjórtán, hafi verið flogið frá Sýrlandi og þær hafi verið málaðar til að fela uppruna þeirra. „Rússar hafa of lengi sagt ósatt um aðkomu þeirra að átökunum í Líbíu. Jæja, nú er ekki hægt að neita fyrir það lengur. Við fylgdumst með á meðan Rússar flugu fjórðu kynslóðar herþotu til Líbíu,“ sagði herforinginn Stephen Townsend, sem stýrir herafla bandaríkjanna í Afríku, í yfirlýsingu í gær. Hann ítrekaði að hvorki LNA né málaliðafyrirtæki gæti haldið út herþotu af þessari gerð, án beins ríkisstuðnings. Stuðnings sem þeir fengju frá Rússlandi. Í áðurnefndri yfirlýsingu sagði Townsend einnig að Haftar hefði nýverið lýst yfir nýrri herferð úr lofti og þar hefði hann augljóslega átt við rússnesku flugvélarnar. Hann sagði veru Rússa í Líbíu einnig ógna öryggi Evrópu. Ef Rússar nái tökum á herstöð við strendur Miðjarðarhafsins myndu þeir líklega koma þar fyrir loftvörnum sem gerðu þeim kleift að loka stórum hluta himinsins yfir hafinu. Herforinginn sagði aðkomu Rússa að átökunum hafa lengt þau og aukið á þjáningar íbúa Líbíu. Þá komi þær niður á stöðugleika svæðisins og hafi ýtt undir fólksflótta til Evrópu. NEWS: Russia deploys military fighter aircraft to Libya-----"For too long, Russia has denied the full extent of its involvement in the ongoing Libyan conflict. Well, there is no denying it now." - Gen. TownsendRelease: https://t.co/HpLdwUJxcrPhotos: https://t.co/raTal1LKPa pic.twitter.com/dVtsWKPYZ5— US AFRICOM (@USAfricaCommand) May 26, 2020 New York Times segir yfirlýsinguna vera óhefðbundna og til marks um áhyggjur yfirvalda Bandaríkjanna af auknum umsvifum Rússa í Líbíu. Rússar segjast ekki hafa sent hermenn til Líbíu. Bandaríkjamenn búast þó við því að þotunum verði flogið af flugmönnum Wagner Group. Haftar og LNA áttu undir högg að sækja í fyrra og var sókn þeirra gegn Tripólí að endalokum komin þegar málaliðar Wagner Group voru sendir til Líbíu. Í kjólfari unnu LNA fjölda sigra. Það leiddi til þess að Tyrkir sendu einnig sveitir til Líbíu til aðstoðar ríkisstjórninni þar í janúar. LNA varð fyrir miklum ósigrum í síðustu viku eftir að Tyrkir notuðu dróna til að herja á sveitir og birgðalínur Haftar úr lofti með þeim afleiðingum að LNA misstu stjórn á mikilvægum flugvelli skammt frá Trípólí. Um helgina bárust svo fregnir af því að málaliðar Wagner Group hafi hörfað frá víglínunni við Trípólí. Myndir af þeim birtust einnig á samfélagsmiðlum. Málaliðarnir voru fluttir til Al Jufra herstöðvarinnar í austurhluta Líbíu, á yfirráðasvæði Haftar, en þar var orrustuþotunum einnig lent. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem opinberuð var fyrr í mánuðinum, var áætlað að Wagner hefði sent 800 til þúsund málaliða til Líbíu. Þeir hafi verið í landinu frá október 2018. Að mestu séu málaliðarnir rússneskir, en þeir séu einnig frá Hvíta Rússlandi, Moldóvu, Serbíu og Úkraínu. Málaliðarnir hafi að mestu stutt sveitir LNA en einnig tekið beinan þátt í hernaði. Lýst sem skuggaher Rússlands Málaliðahópnum Wagner Group hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli. Wagner var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Sérfræðingar telja að GRU, leyniþjónusta rússneska hersins, komi að rekstri Wagner. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einnig talinn einn þeirra sem fjármagnar Wagner. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Bandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa komið að átökum í Sýrlandi, Úkraínu og víða í Afríku. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 190. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Líbía Rússland Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Rússar hafa flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. Rússneskir málaliðar hafa um mánaða skeið stutt sókn Haftar gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Myndir af þotunum hafa verið í dreifingu um nokkurra daga skeið en hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja ekkert annað koma til greina en að þoturnar séu á vegum rússneskra yfirvalda. Einhverjum þeirra, af minnst fjórtán, hafi verið flogið frá Sýrlandi og þær hafi verið málaðar til að fela uppruna þeirra. „Rússar hafa of lengi sagt ósatt um aðkomu þeirra að átökunum í Líbíu. Jæja, nú er ekki hægt að neita fyrir það lengur. Við fylgdumst með á meðan Rússar flugu fjórðu kynslóðar herþotu til Líbíu,“ sagði herforinginn Stephen Townsend, sem stýrir herafla bandaríkjanna í Afríku, í yfirlýsingu í gær. Hann ítrekaði að hvorki LNA né málaliðafyrirtæki gæti haldið út herþotu af þessari gerð, án beins ríkisstuðnings. Stuðnings sem þeir fengju frá Rússlandi. Í áðurnefndri yfirlýsingu sagði Townsend einnig að Haftar hefði nýverið lýst yfir nýrri herferð úr lofti og þar hefði hann augljóslega átt við rússnesku flugvélarnar. Hann sagði veru Rússa í Líbíu einnig ógna öryggi Evrópu. Ef Rússar nái tökum á herstöð við strendur Miðjarðarhafsins myndu þeir líklega koma þar fyrir loftvörnum sem gerðu þeim kleift að loka stórum hluta himinsins yfir hafinu. Herforinginn sagði aðkomu Rússa að átökunum hafa lengt þau og aukið á þjáningar íbúa Líbíu. Þá komi þær niður á stöðugleika svæðisins og hafi ýtt undir fólksflótta til Evrópu. NEWS: Russia deploys military fighter aircraft to Libya-----"For too long, Russia has denied the full extent of its involvement in the ongoing Libyan conflict. Well, there is no denying it now." - Gen. TownsendRelease: https://t.co/HpLdwUJxcrPhotos: https://t.co/raTal1LKPa pic.twitter.com/dVtsWKPYZ5— US AFRICOM (@USAfricaCommand) May 26, 2020 New York Times segir yfirlýsinguna vera óhefðbundna og til marks um áhyggjur yfirvalda Bandaríkjanna af auknum umsvifum Rússa í Líbíu. Rússar segjast ekki hafa sent hermenn til Líbíu. Bandaríkjamenn búast þó við því að þotunum verði flogið af flugmönnum Wagner Group. Haftar og LNA áttu undir högg að sækja í fyrra og var sókn þeirra gegn Tripólí að endalokum komin þegar málaliðar Wagner Group voru sendir til Líbíu. Í kjólfari unnu LNA fjölda sigra. Það leiddi til þess að Tyrkir sendu einnig sveitir til Líbíu til aðstoðar ríkisstjórninni þar í janúar. LNA varð fyrir miklum ósigrum í síðustu viku eftir að Tyrkir notuðu dróna til að herja á sveitir og birgðalínur Haftar úr lofti með þeim afleiðingum að LNA misstu stjórn á mikilvægum flugvelli skammt frá Trípólí. Um helgina bárust svo fregnir af því að málaliðar Wagner Group hafi hörfað frá víglínunni við Trípólí. Myndir af þeim birtust einnig á samfélagsmiðlum. Málaliðarnir voru fluttir til Al Jufra herstöðvarinnar í austurhluta Líbíu, á yfirráðasvæði Haftar, en þar var orrustuþotunum einnig lent. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem opinberuð var fyrr í mánuðinum, var áætlað að Wagner hefði sent 800 til þúsund málaliða til Líbíu. Þeir hafi verið í landinu frá október 2018. Að mestu séu málaliðarnir rússneskir, en þeir séu einnig frá Hvíta Rússlandi, Moldóvu, Serbíu og Úkraínu. Málaliðarnir hafi að mestu stutt sveitir LNA en einnig tekið beinan þátt í hernaði. Lýst sem skuggaher Rússlands Málaliðahópnum Wagner Group hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli. Wagner var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Sérfræðingar telja að GRU, leyniþjónusta rússneska hersins, komi að rekstri Wagner. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einnig talinn einn þeirra sem fjármagnar Wagner. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Bandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa komið að átökum í Sýrlandi, Úkraínu og víða í Afríku. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 190. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins.
Líbía Rússland Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira