Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 22:53 Vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu séðar frá Tröllkonuhlaupi í Þjórsá. Austurhlíð Búrfells í forgrunni. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira