Haustþingi sennilega frestað fram í október Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 19:00 Alþingi ætti að koma saman hinn 8. september en verður væntanlega frestað fram í október. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira