Innlent

Ungmenni aftur í neyslu vegna faraldursins

Samúel Karl Ólason skrifar
Ungmenni sem voru hætt neyslu, féllu þegar félagsforðun var beitt vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.
Ungmenni sem voru hætt neyslu, féllu þegar félagsforðun var beitt vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Ungmenni sem voru hætt neyslu, féllu þegar félagsforðun var beitt vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Um stóran og viðkvæman hóp ungmenna, 13 til 20 ára, er að ræða samkvæmt Berglind Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Foreldrahúss.

Þetta er hópur sem var tæpur fyrir, það var erfitt að halda þeim rútínu, mæta á AA fundi, mæta í viðtöl til ráðgjafa, stunda íþróttir, vinnu og skóla og þau mátti ekki við þessu,“ segir Berglind í samtali við Fréttablaðið.

Húsnæði Foreldrahúsa var lokað í mars og hafa viðtöl farið fram í gegnum fjarfundabúnað, þar til nú í maí. Síðan opnað var á nýjan leik hefur verið mikil ásókn í úrræðið.

Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir sömuleiðis að augljóst sé að faraldurinn hafi gert hlutina verri fyrir þennan hóp en of snemmt sé að segja til um hve stór hann sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×