Biður hóp ungmenna afsökunar vegna áreitis á tjaldsvæði á Selfossi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 22:14 Frá tjaldsvæðinu Gesthúsum. Facebook/Gesthús Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi. Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi.
Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira