Biður hóp ungmenna afsökunar vegna áreitis á tjaldsvæði á Selfossi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 22:14 Frá tjaldsvæðinu Gesthúsum. Facebook/Gesthús Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi. Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi.
Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira