Vinna vel saman á óraunverulegum tímum en eru oftast ósammála við upphaf verkefna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 10:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, vinna þétt saman þessa dagana. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að undanfarnar vikur hafi verið skrýtinn tími og að mörgu leyti óraunverulegur. Hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi tekið fyrstu æfingu fyrir svona heimsfaraldur árið 2005. Margt sem þeir hafi lært þá og í heimsfaraldri inflúensu nýtist í þessum aðstæðum í dag við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá segir Víðir að honum þyki gott að hann, Þórólfur og Alma Möller, landlæknir, séu sjaldnast sammála við upphafa þeirra verkefna sem koma inn á borðið á degi hverjum. Það sé frábær kostur að hafa í krísustjórnun að vera ólík og ekki alltaf sammála því þá sé miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Þetta kom fram á borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar spurði Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hvernig líf þessa þríeykis sem hefur verið í eldlínunni vegna veirunnar hefur verið undanfarna daga. „Þetta er búið að vera mjög skrýtinn tími, að mörgu leyti óraunverulegur og ég held að við Þórólfur tókum fyrstu æfinguna um svona heimsfaraldur 2005. Þá æfðum við þetta í tvo daga og á milli þessara daga stukkum við fram um átta vikur, það er að segja við tókum eina viku á fyrsta degi, svo voru liðnar átta vikur og þá tókum við aðra viku á seinni deginum. Nú erum við að taka hvern einasta dag og fara í gegnum þetta allt saman. Það er margt sem maður lærði þá og í heimsfaraldri inflúensu sem nýtist manni í dag. En þetta er samt svolítið óraunverulegt að þetta að sé allt saman á borðinu,“ sagði Víðir. Skorpuvinnufólk frá Siglufirði og Vestmannaeyjum Alma tók undir að þetta væri auðvitað óraunverulegt en þó ekki. Þá væru vinnudagarnir gríðarlega langir. „Það er frá sex, sjö á morgnana og fram til níu, tíu á kvöldin en við erum nú svo heppin að við höfum gott þrek. Við erum frá Siglufirði og Vestmannaeyjum þannig að við erum örugglega með einhver gen í okkur, skorpuvinnufólk, og okkur kemur gríðarlega vel saman. Þannig að þetta eru áhugaverðir og krefjandi tímar og ótrúleg verkefni en ótrúlegt fólk sem við vinnum með og hingað til hefur allt verið leyst sem hefur þurft að leysa,“ sagði landlæknir. Þetta hefur síðan verið langur tími hjá sóttvarnalækni, það er frá því að hann hóf að fást við veiruna í byrjun janúar þegar hún fór að greinast í Kína. „Þetta hefur ágerst hægt og bítandi og eins og Víðir sagði þá er maður í raun og veru búinn að undirbúa sig undir þennan atburð mjög lengi. Við erum búin að æfa, búa til áætlanir, setjast niður og reyndar erum við búin að ganga í gegnum, sóttvarnalæknir gengur í gegnum ýmsar uppákomur, sýkingar, faraldra og í fyrra, þetta er búið að vera mjög skrýtið ár í fyrra. Við vorum með mislingafaraldur, tvo mislingafaraldra í fyrra, við vorum með e. coli-faraldur sem olli miklu uppnámi og var mikil vinna líka. Maður hélt að þetta væri aðeins að róast þegar þetta byrjar svo. En við erum búin að undirbúa þetta og við erum búin að búa til viðbragðsáætlanir og við erum búin að involvera fjölda manns, fyrirtæki og annað, þannig að menn eru búnir að vera að bíða eftir þessu. En þegar þetta kemur þá er þetta svona eins og maður bjóst við að mörgu leyti en að öðru leyti ekki,“ sagði Þórólfur. „Frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað“ Þá sagði Víðir þau þrjú toga hvort annað upp í vinnunni. „En það er líka eitt sem mér finnst mjög gott við okkur þrjú hérna. Við erum í upphafi verkefna sem koma inn á borðið á hverjum degi þá erum við sjaldnast sammála. Við erum ólíkir einstaklingar og við erum með ólíkan bakgrunn að mörgu leyti og þegar eitthvað kemur upp þá hefur það aldrei verið þannig að við erum alveg 100 prósent sammála um leið og við fáum verkefni í hendurnar. Það er frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað og komið fram með áskoranir. Það verður til þess að það verður miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Ef við værum sammála um allt þá er svo mikil hætta á að við dyttum niður í einhverja rörsýn og við værum ekkert að sjá það sem er í kringum okkur. Við togum hvort annað upp og allt þetta fólk sem vinnur með okkur í stjórnstöðunum og alls staðar í samfélaginu það hjálpar okkur með því að koma með gagnrýnar spurningar, fá tækifæri til að koma hér í kvöld og fá þessar spurningar sem við fáum kannski ekki alltaf, það hjálpar okkur svo mikið að sjá hlutina í skýrara ljósi og vera einbeittari í því sem við erum að gera. Þá finnum við það líka að við fáum alla með okkur.“ Klippa: Þríeykið ræðir samvinnuna undanfarnar vikur Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að undanfarnar vikur hafi verið skrýtinn tími og að mörgu leyti óraunverulegur. Hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi tekið fyrstu æfingu fyrir svona heimsfaraldur árið 2005. Margt sem þeir hafi lært þá og í heimsfaraldri inflúensu nýtist í þessum aðstæðum í dag við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá segir Víðir að honum þyki gott að hann, Þórólfur og Alma Möller, landlæknir, séu sjaldnast sammála við upphafa þeirra verkefna sem koma inn á borðið á degi hverjum. Það sé frábær kostur að hafa í krísustjórnun að vera ólík og ekki alltaf sammála því þá sé miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Þetta kom fram á borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar spurði Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hvernig líf þessa þríeykis sem hefur verið í eldlínunni vegna veirunnar hefur verið undanfarna daga. „Þetta er búið að vera mjög skrýtinn tími, að mörgu leyti óraunverulegur og ég held að við Þórólfur tókum fyrstu æfinguna um svona heimsfaraldur 2005. Þá æfðum við þetta í tvo daga og á milli þessara daga stukkum við fram um átta vikur, það er að segja við tókum eina viku á fyrsta degi, svo voru liðnar átta vikur og þá tókum við aðra viku á seinni deginum. Nú erum við að taka hvern einasta dag og fara í gegnum þetta allt saman. Það er margt sem maður lærði þá og í heimsfaraldri inflúensu sem nýtist manni í dag. En þetta er samt svolítið óraunverulegt að þetta að sé allt saman á borðinu,“ sagði Víðir. Skorpuvinnufólk frá Siglufirði og Vestmannaeyjum Alma tók undir að þetta væri auðvitað óraunverulegt en þó ekki. Þá væru vinnudagarnir gríðarlega langir. „Það er frá sex, sjö á morgnana og fram til níu, tíu á kvöldin en við erum nú svo heppin að við höfum gott þrek. Við erum frá Siglufirði og Vestmannaeyjum þannig að við erum örugglega með einhver gen í okkur, skorpuvinnufólk, og okkur kemur gríðarlega vel saman. Þannig að þetta eru áhugaverðir og krefjandi tímar og ótrúleg verkefni en ótrúlegt fólk sem við vinnum með og hingað til hefur allt verið leyst sem hefur þurft að leysa,“ sagði landlæknir. Þetta hefur síðan verið langur tími hjá sóttvarnalækni, það er frá því að hann hóf að fást við veiruna í byrjun janúar þegar hún fór að greinast í Kína. „Þetta hefur ágerst hægt og bítandi og eins og Víðir sagði þá er maður í raun og veru búinn að undirbúa sig undir þennan atburð mjög lengi. Við erum búin að æfa, búa til áætlanir, setjast niður og reyndar erum við búin að ganga í gegnum, sóttvarnalæknir gengur í gegnum ýmsar uppákomur, sýkingar, faraldra og í fyrra, þetta er búið að vera mjög skrýtið ár í fyrra. Við vorum með mislingafaraldur, tvo mislingafaraldra í fyrra, við vorum með e. coli-faraldur sem olli miklu uppnámi og var mikil vinna líka. Maður hélt að þetta væri aðeins að róast þegar þetta byrjar svo. En við erum búin að undirbúa þetta og við erum búin að búa til viðbragðsáætlanir og við erum búin að involvera fjölda manns, fyrirtæki og annað, þannig að menn eru búnir að vera að bíða eftir þessu. En þegar þetta kemur þá er þetta svona eins og maður bjóst við að mörgu leyti en að öðru leyti ekki,“ sagði Þórólfur. „Frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað“ Þá sagði Víðir þau þrjú toga hvort annað upp í vinnunni. „En það er líka eitt sem mér finnst mjög gott við okkur þrjú hérna. Við erum í upphafi verkefna sem koma inn á borðið á hverjum degi þá erum við sjaldnast sammála. Við erum ólíkir einstaklingar og við erum með ólíkan bakgrunn að mörgu leyti og þegar eitthvað kemur upp þá hefur það aldrei verið þannig að við erum alveg 100 prósent sammála um leið og við fáum verkefni í hendurnar. Það er frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað og komið fram með áskoranir. Það verður til þess að það verður miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Ef við værum sammála um allt þá er svo mikil hætta á að við dyttum niður í einhverja rörsýn og við værum ekkert að sjá það sem er í kringum okkur. Við togum hvort annað upp og allt þetta fólk sem vinnur með okkur í stjórnstöðunum og alls staðar í samfélaginu það hjálpar okkur með því að koma með gagnrýnar spurningar, fá tækifæri til að koma hér í kvöld og fá þessar spurningar sem við fáum kannski ekki alltaf, það hjálpar okkur svo mikið að sjá hlutina í skýrara ljósi og vera einbeittari í því sem við erum að gera. Þá finnum við það líka að við fáum alla með okkur.“ Klippa: Þríeykið ræðir samvinnuna undanfarnar vikur
Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira