Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 12:35 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira