Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 11:23 Lögreglan segir auðvelt að búa til hlaup sem hægt er að móta í hin ýmsu form og setja hvað sem er í. Vísir/EPA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira