Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 21:04 Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil umræða hefur sprottið um slíkt úrræði hér á landi og má reikna með því að áætlanir þess efnis verði kynntar á næstunni ef marka má orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Við höfum sagt það í svolítinn tíma að samkomubann og takmarkanir á mannsöfnuðum með einum eða öðrum hætti sé öflugt tól. Við þurfum að beita því á réttum tíma, við erum búin að vera að smíða áætlanir, þær eru langt komnar og verða kynntar fljótlega.“ Snýst um að verja viðkvæma hópa Víðir minnir á að öll vinna almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að vernda einstaklinga sem eru í veikari á hópum, til að mynda eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þetta snýst um að verja þá og það sem við verðum að standa mestan vörð um til þess að geta veitt þeim þjónustu eru auðvitað gjörgæslur og Landspítalinn sem að við þurfum að verja sem mest. Þess vegna erum við að reyna að draga þennan faraldur sem mest á langinn til þess að þegar toppnum er náð þá verðum enn þá með getu til að veita almennilega heilbrigðisþjónustu.“ Telur að röng tímasetning myndi gera heilbrigðiskerfinu mjög erfitt fyrir Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað samkomubann og hafa sumir viljað sjá það lagt á sem fyrst. Víðir ítrekar að það sé mikilvægt að gripið sé til slíks ráðs á hárréttum tíma. „Ef þú setur það of snemma og stoppar algjörlega hugsanlega útbreiðslu faraldursins þá höldum við því í hvað fjórar - átta vikur, eða hvað við þurfum að gera, og svo þegar við höldum að við séum bara orðin í góðum málum og tökum það af, þá fáum við einhverja toppa sem við ráðum ekki við.“ Víðir segir að vísindamenn séu ekki alveg sammála um það hvort að slík aðgerð skili alltaf skotheldum árangri. „Þetta fer að þyngjast, það er alveg ljóst. Þeim fjölgar tilfellunum hjá okkur, við erum tilbúin og við munum beita þessu þegar best lætur.“ Fylgjast vel með aðgerðum í Kína og Evrópu Hann bætir við að vissulega séu margar óvissuspurningar þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirunni. „Það sem gerir þetta erfitt er að við erum að fást við fyrirbæri sem er ekkert mjög mikil þekking á.“ Ekki sé um að ræða veiru sem hafi verið rannsökuð áratugum saman líkt og er með hefðbundnari inflúensu. „Þarna erum við með þessa veiru sem er tiltölulega ný. Þó við höfum einhverja reynslu frá 2003, þá erum við fyrst og fremst núna að rýna allt sem Kínverjarnir gerðu. Þeir eru að miðla til okkar mikið af upplýsingum, Sóttvarnarstofnun Evrópu er að miðla til okkar gögnum og við erum að beita þeim aðgerðum sem virðast vera að virka best.“ Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45 Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil umræða hefur sprottið um slíkt úrræði hér á landi og má reikna með því að áætlanir þess efnis verði kynntar á næstunni ef marka má orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Við höfum sagt það í svolítinn tíma að samkomubann og takmarkanir á mannsöfnuðum með einum eða öðrum hætti sé öflugt tól. Við þurfum að beita því á réttum tíma, við erum búin að vera að smíða áætlanir, þær eru langt komnar og verða kynntar fljótlega.“ Snýst um að verja viðkvæma hópa Víðir minnir á að öll vinna almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að vernda einstaklinga sem eru í veikari á hópum, til að mynda eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þetta snýst um að verja þá og það sem við verðum að standa mestan vörð um til þess að geta veitt þeim þjónustu eru auðvitað gjörgæslur og Landspítalinn sem að við þurfum að verja sem mest. Þess vegna erum við að reyna að draga þennan faraldur sem mest á langinn til þess að þegar toppnum er náð þá verðum enn þá með getu til að veita almennilega heilbrigðisþjónustu.“ Telur að röng tímasetning myndi gera heilbrigðiskerfinu mjög erfitt fyrir Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað samkomubann og hafa sumir viljað sjá það lagt á sem fyrst. Víðir ítrekar að það sé mikilvægt að gripið sé til slíks ráðs á hárréttum tíma. „Ef þú setur það of snemma og stoppar algjörlega hugsanlega útbreiðslu faraldursins þá höldum við því í hvað fjórar - átta vikur, eða hvað við þurfum að gera, og svo þegar við höldum að við séum bara orðin í góðum málum og tökum það af, þá fáum við einhverja toppa sem við ráðum ekki við.“ Víðir segir að vísindamenn séu ekki alveg sammála um það hvort að slík aðgerð skili alltaf skotheldum árangri. „Þetta fer að þyngjast, það er alveg ljóst. Þeim fjölgar tilfellunum hjá okkur, við erum tilbúin og við munum beita þessu þegar best lætur.“ Fylgjast vel með aðgerðum í Kína og Evrópu Hann bætir við að vissulega séu margar óvissuspurningar þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirunni. „Það sem gerir þetta erfitt er að við erum að fást við fyrirbæri sem er ekkert mjög mikil þekking á.“ Ekki sé um að ræða veiru sem hafi verið rannsökuð áratugum saman líkt og er með hefðbundnari inflúensu. „Þarna erum við með þessa veiru sem er tiltölulega ný. Þó við höfum einhverja reynslu frá 2003, þá erum við fyrst og fremst núna að rýna allt sem Kínverjarnir gerðu. Þeir eru að miðla til okkar mikið af upplýsingum, Sóttvarnarstofnun Evrópu er að miðla til okkar gögnum og við erum að beita þeim aðgerðum sem virðast vera að virka best.“
Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45 Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga Ríkisstjórnin mun á fundi sínum klukkan hálf níu í kvöld ræða frumvarp um heimild til að fresta gjalddögum. 12. mars 2020 20:45
Íslensk erfðagreining byrjuð að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53