Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:18 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki. Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki.
Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira