Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:18 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki. Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki.
Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira