Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 09:54 Ummæli Bidens hafa fallið í grýttan jarðveg. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira