Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 09:54 Ummæli Bidens hafa fallið í grýttan jarðveg. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira