Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 14:00 Neymar fagnar sigri út á vellinum í gærkvöldi. Getty/UEFA Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. Paris Saint Germain er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið sló Borussia Dortmund út í gærkvöldi. Leikmenn franska liðsins voru uppteknir við að senda norska framherjanum Erling Braut Håland skilaboð. Norðmaðurinn Erling Braut Håland skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Dortmund í fyrri leiknum í Þýskalandi. Håland fagnar oft mörkunum sínum með því að setjast á rassinn og þykjast vera að hugleiða. Það var greinilegt að sá norski fór eitthvað í taugarnar á frönsku stórstjörnunum því voru mjög uppteknir af því að senda honum skilaboð, fyrst fagnaði Neymar eins og hann og þá þóttust þeir allir fagna eins og Håland í klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. #psg had a message for Erling Haaland https://t.co/VxSbVqoxGC pic.twitter.com/SMfpkj7rIv— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2020 Það var einnig augljóst að leikmenn Paris Saint Germain liðsins mættu hungraðir og tilbúnir í þennan leik. Þeir ætluðu sér að komast loksins í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og það tókst. Parísarliðið vann 2-0 sigur í seinni leiknum á Parc des Princes í gær þar sem Neymar og bakvörðurinn Bernat skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. PSG-liðið var búið að tapa í sextán liða úrslitunum þrjú undanfarin tímabil en liðið komst síðast í átta liða úrslitin vorið 2016. Mögnuðu Meistaradeildartímabili hjá Erling Braut Håland er nú lokið en hann skoraði 10 mörk í átta leikjum á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni, fyrst fyrir Red Bull Salzburg og svo fyrir Borussia Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. Paris Saint Germain er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið sló Borussia Dortmund út í gærkvöldi. Leikmenn franska liðsins voru uppteknir við að senda norska framherjanum Erling Braut Håland skilaboð. Norðmaðurinn Erling Braut Håland skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Dortmund í fyrri leiknum í Þýskalandi. Håland fagnar oft mörkunum sínum með því að setjast á rassinn og þykjast vera að hugleiða. Það var greinilegt að sá norski fór eitthvað í taugarnar á frönsku stórstjörnunum því voru mjög uppteknir af því að senda honum skilaboð, fyrst fagnaði Neymar eins og hann og þá þóttust þeir allir fagna eins og Håland í klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. #psg had a message for Erling Haaland https://t.co/VxSbVqoxGC pic.twitter.com/SMfpkj7rIv— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2020 Það var einnig augljóst að leikmenn Paris Saint Germain liðsins mættu hungraðir og tilbúnir í þennan leik. Þeir ætluðu sér að komast loksins í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og það tókst. Parísarliðið vann 2-0 sigur í seinni leiknum á Parc des Princes í gær þar sem Neymar og bakvörðurinn Bernat skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. PSG-liðið var búið að tapa í sextán liða úrslitunum þrjú undanfarin tímabil en liðið komst síðast í átta liða úrslitin vorið 2016. Mögnuðu Meistaradeildartímabili hjá Erling Braut Håland er nú lokið en hann skoraði 10 mörk í átta leikjum á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni, fyrst fyrir Red Bull Salzburg og svo fyrir Borussia Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira