Innlent

Ekkert nýtt smit síðastliðinn sólarhring

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sýnataka á Landspítalanum.
Sýnataka á Landspítalanum. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1803. Eitt smit hefur greinst undanfarna níu daga.

Sjötíu próf voru tekin á veirufræðideild Landspítalans í gær.

Virkum smitum hefur fækkað um eitt síðan í gær, og eru nú tvö samkvæmt vef landlæknis og almannavarna, covid.is.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hefur 1.791 náð bata. Fólki í sóttkví fækkar lítillega á milli daga og eru nú 886. Alls hafa nú 20.194 lokið sóttkví og 58.295.

Tíu hafa látist af völdum veirunnar á Íslandi.

Næsti upplýsingafundur almannavarna verður á mánudaginn klukkan 14. Þá taka frekari tilslakanir á samkomubanni gildi. Meðal annars opna líkamsræktarstöðvar dyr sínar og fjöldi fólks sem má vera í sama rými verður aukinn í 200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×