Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:35 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn. Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira