Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:35 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn. Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira