Forysta og skýr svör! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:00 Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun