Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 17:47 Lögregluþjónar við steypubílinn hjá Kleppsvegi í dag. Vísir/vilhelm Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37