Trump enn og aftur grímulaus þrátt fyrir grímuskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 08:50 Donald Trump prófar hlífðarskjöld í heimsókn sinni í Ford-verksmiðjunni í gær. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent