Fyrrverandi lögmanni Trump sleppt úr fangelsi vegna Covid-19 Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 20:46 Michael Cohen fyrir utan heimili sitt í dag. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í desember 2018, hefur verið sleppt úr fangelsi og færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta gert til þess að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsisins og tryggja öryggi fanga. Cohen játaði að hafa gerst sekur um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann Trump hafa fengið sig til að „feta myrka braut í stað bjartrar“ og það hafi verið veikleiki að sýna Trump gagnrýnislausa hollustu. Cohen afplánaði í fangelsi í New York sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Þónokkur staðfest tilfelli höfðu komið upp í fangelsinu en á landsvísu hafa 2.265 fangar greinst með veiruna og 188 starfsmenn. Þá hafa 58 fangar látist. Upphaflega átti að Cohen að losna úr fangelsinu í apríl en því var frestað þar til nú. Í yfirlýsingu frá Cohen á Twitter segist hann vera glaður að vera kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar. I am so glad to be home and back with my family. There is so much I want to say and intend to say. But now is not the right time. Soon. Thank you to all my friends and supporters.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) May 21, 2020 Fyrr í mánuðinum var Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóri forsetaframboðs Trump, færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafði afplánað rúmlega ár af sjö ára fangelsisdómi sínum fyrir meðal annars banka- og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í desember 2018, hefur verið sleppt úr fangelsi og færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta gert til þess að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsisins og tryggja öryggi fanga. Cohen játaði að hafa gerst sekur um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann Trump hafa fengið sig til að „feta myrka braut í stað bjartrar“ og það hafi verið veikleiki að sýna Trump gagnrýnislausa hollustu. Cohen afplánaði í fangelsi í New York sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Þónokkur staðfest tilfelli höfðu komið upp í fangelsinu en á landsvísu hafa 2.265 fangar greinst með veiruna og 188 starfsmenn. Þá hafa 58 fangar látist. Upphaflega átti að Cohen að losna úr fangelsinu í apríl en því var frestað þar til nú. Í yfirlýsingu frá Cohen á Twitter segist hann vera glaður að vera kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar. I am so glad to be home and back with my family. There is so much I want to say and intend to say. But now is not the right time. Soon. Thank you to all my friends and supporters.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) May 21, 2020 Fyrr í mánuðinum var Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóri forsetaframboðs Trump, færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafði afplánað rúmlega ár af sjö ára fangelsisdómi sínum fyrir meðal annars banka- og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira