Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:00 Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00