Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:00 Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00