Kársnesskóla lokað vegna verkfalls Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:17 Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, var við þrif á matsal skólans nú í hádeginu. Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira