Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 22:39 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Nicholas Kamm Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira