Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 22:39 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Nicholas Kamm Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“