Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom konunni undir læknishendur

Andri Eysteinsson skrifar
Frá aðgerðum við Hvannadalshnjúk í dag
Frá aðgerðum við Hvannadalshnjúk í dag Landhelgisgæslan

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GRO kom að björgun slasaðrar konu við Hvannadalshnjúk í kvöld ásamt björgunarsveitum frá Höfn í Hornafirði.

Konan var hífð upp í þyrluna á áttunda tímanum og lenti TF-GRO með konuna á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan 21 og var hún flutt á Landspítalann með sjúkrabíl.

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 17 í dag og fóru tíu björgunarsveitarmenn á vettvang með snjósleða.

Frá stjórnklefa TF-GROLandhelgisgæslan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×