Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:30 Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag. Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag.
Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30