Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:30 Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag. Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Alþingi lauk annarri umræðu um fimm frumvörp og þriðju umræðu um eitt frumvarp í dag auk síðari umræðu um þrjár þingsályktunartillögur. Atkvæðagreiðslur fóru fram síðdegis með skipulagðri göngu þingmanna í gegnum þingsalinn til að gæta sóttvarna eins og gert hefur verið í atkvæðagreiðslum undanfarnar vikur. Meðal frumvarpa sem greidd voru atkvæði um að lokinni annarri umræðu var frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Guðjón S. Brjánsson þingmaður segir mikilvægt að líta ekki á neytendur ólöglegra vímuefna sem glæpamenn.Vísir/ Vilhelm Þingmenn nokkurra flokka lýstu stuðningi sínum við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu í dag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði frumvarpið marka tímamót. „Hér er eitt lítið skref stigið í átt til afglæpavæðingar. Að horft sé til þess að um heilbrigðismál sé að ræða en ekki afbrotamál þótt hugsanlega sé um ólögleg vímuefni að ræða,“ sagði Guðjón. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Við erum að taka hér utanum mjög viðkvæman hóp og veikan hóp. Og ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda,“ sagði Halla Signý. Halldóra Mogensen vill að gert verði refsilaust að hafa á sér neysluskammta af öllum vímuefnum.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur verið hvað ötulust þingmanna að þrýsta á hugafarsbreytingu meðal þingmanna í málefnum neytenda ólöglegra vímuefna. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem gengur lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem hún styður þó eins og flestir þingmenn. „Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga alla vega eftir aðra umræðu. Sem er mjög gott. Og ég kannski bara hvet ráðherra til áframhaldandi hughrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt.,“ sagði Halldóra við atkvæðagreiðsluna í dag.
Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30