Ertu í sóttkví? Ekki gleyma að hreyfa þig! Unnur Pétursdóttir skrifar 10. mars 2020 11:30 Í þjóðfélaginu eru nú um mundir fordæmalausar aðstæður, þar sem hundruðir manna hafa verið settar í sóttkví og fjölmargir hvattir til að vera sem mest heima við af ýmsum ástæðum. Í slíkum aðstæðum, þegar hefðbundin dagskrá fer út um gluggann, er hætta á að dagleg hreyfing gleymist. Sjúkraþjálfarar vilja minna landsmenn á að það er hægt að gera margt þótt fólk komist ekki í líkamsræktina sína. Rétt að minna á, að samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis er fólki í sóttkví heimilt að fara í gönguferðir á fáförnum stöðum, ef þess er gætt að vera aldrei í minna en 2m fjarlægð frá öðru fólki. Eins er heimilt að fara um akandi á eigin bíl, svo fyrir bíleigendur er hægt að komast á útivistarsvæði þótt það sé ekki í göngufæri við heimili. Útivera er hressandi og bætir bæði andlega og líkamlega heilsu og líðan, svo endilega drífið ykkur út en gætið að fyrrnefndum atriðum. Einnig er hægt að gera margt heima við. Á Rás 1 er morgunleikfimi kl 9.45 dag hvern, sem tilvalið er að fylgja og hægt er að hlusta á marga þætti á vef Ríkisútvarpsins. Á heimasíðu Embættis Landlæknis má finna leiðbeiningar um hreyfingu og á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara eru tenglar á nokkur myndbönd sem sýna góða hreyfingu sem hægt er að stunda heima við og krefst ekki neins sem ekki er til á hverju heimili. Hvatningarorð sjúkraþjálfara til allra landsmanna þessa dagana eru: Ekki gleyma að hreyfa þig! Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Heilsa Unnur Pétursdóttir Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Sjá meira
Í þjóðfélaginu eru nú um mundir fordæmalausar aðstæður, þar sem hundruðir manna hafa verið settar í sóttkví og fjölmargir hvattir til að vera sem mest heima við af ýmsum ástæðum. Í slíkum aðstæðum, þegar hefðbundin dagskrá fer út um gluggann, er hætta á að dagleg hreyfing gleymist. Sjúkraþjálfarar vilja minna landsmenn á að það er hægt að gera margt þótt fólk komist ekki í líkamsræktina sína. Rétt að minna á, að samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis er fólki í sóttkví heimilt að fara í gönguferðir á fáförnum stöðum, ef þess er gætt að vera aldrei í minna en 2m fjarlægð frá öðru fólki. Eins er heimilt að fara um akandi á eigin bíl, svo fyrir bíleigendur er hægt að komast á útivistarsvæði þótt það sé ekki í göngufæri við heimili. Útivera er hressandi og bætir bæði andlega og líkamlega heilsu og líðan, svo endilega drífið ykkur út en gætið að fyrrnefndum atriðum. Einnig er hægt að gera margt heima við. Á Rás 1 er morgunleikfimi kl 9.45 dag hvern, sem tilvalið er að fylgja og hægt er að hlusta á marga þætti á vef Ríkisútvarpsins. Á heimasíðu Embættis Landlæknis má finna leiðbeiningar um hreyfingu og á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara eru tenglar á nokkur myndbönd sem sýna góða hreyfingu sem hægt er að stunda heima við og krefst ekki neins sem ekki er til á hverju heimili. Hvatningarorð sjúkraþjálfara til allra landsmanna þessa dagana eru: Ekki gleyma að hreyfa þig! Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar