Heldur þann versta en þann næstbesta Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. mars 2020 08:30 Við flutning á máli Jóns Höskuldssonar gegn íslenska ríkinu í Landsrétti á fimmtudaginn í síðustu viku var settur ríkislögmaður spurður að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið frjálst að skipa hvern sem er af þeim umsækjendum sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir 15 hæfustu umsækjendurna sem dómara við Landsrétt vorið 2017. Með öðrum orðum var íslenska ríkið spurt að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið heimilt að skipa hvern sem er af umsækjendum nr. 16-33 á lista hæfnisnefndar í stað einhvers af þeim 15 hæfustu sem hæfnisnefndin lagði til að yrðu skipaðir. Íslenska ríkið svaraði því játandi að því gefnu að Alþingi hefði samþykkt skipunina. Svarið er hárrétt með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í Landsréttarmálinu. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ítrekuð lögbrot fyrrverandi dómsmálaráðherra og Alþingis í skipunarferlinu breyttu engu vegna þess Forseti Íslands hefði með undirritun sinni á skipunarbréf dómarans staðfest ótímabundna skipun hans í embætti dómara við Landsrétt. Eins og íslenska ríkið staðfesti með málflutningsyfirlýsingu sinni í Landsrétti í síðustu viku leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu til þess að dómsmálaráðherra er frjálst að skipa hvaða umsækjanda sem er óháð tillögu hæfnisnefndar sem embættisdómara við íslenska dómstóla (héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt) svo lengi sem viðkomandi umækjandi uppfyllir almenn hæfisskilyrði og Alþingi samþykkir skipunina. Það samþykki ætti ekki að vera vandkvæðum bundið eins og dæmin sanna. Afleiðingin er sú að skipun dómara á Íslandi er á nýjan leik orðin geðþóttaákvörðun þess einstaklings sem gegnir embætti dómsmálaráðherra hverju sinni. Það er í beinni andstöðu við gildandi lög og reglur sem er ætlað að takmarka vald dómsmálaráðherra og búa svo um hnútana að skipun dómara sé reist á málefnalegum grunni. Niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu felur því í sér beina aðför að sjálfstæði íslenskra dómstóla. Þess vegna var nauðsynlegt að skjóta Landsréttarmálinu til mannréttindadómstóls Evrópu. Málið hefur verið dómtekið í Grand Chamber og bíður dóms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og flutti mál nr. 10/2018 í Hæstarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við flutning á máli Jóns Höskuldssonar gegn íslenska ríkinu í Landsrétti á fimmtudaginn í síðustu viku var settur ríkislögmaður spurður að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið frjálst að skipa hvern sem er af þeim umsækjendum sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir 15 hæfustu umsækjendurna sem dómara við Landsrétt vorið 2017. Með öðrum orðum var íslenska ríkið spurt að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið heimilt að skipa hvern sem er af umsækjendum nr. 16-33 á lista hæfnisnefndar í stað einhvers af þeim 15 hæfustu sem hæfnisnefndin lagði til að yrðu skipaðir. Íslenska ríkið svaraði því játandi að því gefnu að Alþingi hefði samþykkt skipunina. Svarið er hárrétt með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í Landsréttarmálinu. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ítrekuð lögbrot fyrrverandi dómsmálaráðherra og Alþingis í skipunarferlinu breyttu engu vegna þess Forseti Íslands hefði með undirritun sinni á skipunarbréf dómarans staðfest ótímabundna skipun hans í embætti dómara við Landsrétt. Eins og íslenska ríkið staðfesti með málflutningsyfirlýsingu sinni í Landsrétti í síðustu viku leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu til þess að dómsmálaráðherra er frjálst að skipa hvaða umsækjanda sem er óháð tillögu hæfnisnefndar sem embættisdómara við íslenska dómstóla (héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt) svo lengi sem viðkomandi umækjandi uppfyllir almenn hæfisskilyrði og Alþingi samþykkir skipunina. Það samþykki ætti ekki að vera vandkvæðum bundið eins og dæmin sanna. Afleiðingin er sú að skipun dómara á Íslandi er á nýjan leik orðin geðþóttaákvörðun þess einstaklings sem gegnir embætti dómsmálaráðherra hverju sinni. Það er í beinni andstöðu við gildandi lög og reglur sem er ætlað að takmarka vald dómsmálaráðherra og búa svo um hnútana að skipun dómara sé reist á málefnalegum grunni. Niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu felur því í sér beina aðför að sjálfstæði íslenskra dómstóla. Þess vegna var nauðsynlegt að skjóta Landsréttarmálinu til mannréttindadómstóls Evrópu. Málið hefur verið dómtekið í Grand Chamber og bíður dóms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og flutti mál nr. 10/2018 í Hæstarétti.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar